Ecological Footprint/Vistspor

Sustainability

In order to be able to live a sustainable life, we must be able to assess our lives in that light. We need to know when we are living sustainably and when we are not.

To figure this out a great number of scientists have put in countless hours to create ways to measure this. These kinds of measurements are often referred to as indicators, or sustainability indicators.

Many different indicators have been created, all approaching this huge task from different angles. One of the most popular and most used such indicator is the Ecological Footprint.

The Ecological Footprint sets out to answer two questions: How much does nature produce of usable goods every year – and how much of this production are we using?

If we are using less than the annual production we are living within nature’s capacity and therefore sustainably. If we are using more than the annual production we are eating into the capital and therefore living in an unsustainable manner.

In The Man Who Shrunk – His Ecological Footprint, Siggi, uses the metric to assess where he stands in relation to sustainability.

 

Sjálfbærni

Forsenda þess að geta breytt lífstílnum úr ósjálfbærum í sjálfbæran er að geta mælt sjálfbærnina með einhverju móti. Við þurfum vita hvenær við erum að lifa á sjálfbæran hátt og hvenær ekki.

Fjöldi vísindamanna hefur lagt gríðarmikla vinnu undanfarin ár í að hanna leiðir til mæla þessa hluti. Mælistikur þessar eru oft kallaðir vísar eða sjálfbærnivísar.

Fjöldi vísa hefur verið búinn til og allir nálgast þeir efnið með ólíkum hætti. Einn vinsælasti og mest notaði vísir síðustu ára er Vistsporið (e. Ecological Footprint).

Vistsporið reynir að svara tveimur spurningum: Hversu mikið af nothæfum lífmassa framleiðir jörðin á hverju ári – og hversu mikið af þessari framleiðslu erum við að nota?

Ef við erum að nota minna en sem nemur ársframleiðslunni er jörðin að hafa undan að framleiða lífmassa sem við notum og við því innan marka sjálfbærni. Ef við erum að nota meira en ársframleiðslu jarðar erum við að ganga á höfuðstólinn og því að lifa með ósjálfbærum hætti.

Í myndinni Maðurinn Sem Minnkaði – Vistsporið Sitt, notar Siggi Vistsporið til að meta hvernig honum gengur að komast inn fyrir sjálfbærnimörkin.

 

Advertisements